Berlín

Ég skrapp til Berlínar í nokkra daga en nú er boðið uppá beint flug þangað nánast daglega. Þegar ég fór fyrst til Vestur-Berlínar var borgin eyja einsog Ísland, múrinn markaði endimörkin einsog sjórinn á Íslandi. Berlín var eyja í miðju Austur Þýskalandi og var engri lík. Þarna bjuggu furðufuglar og listamenn og þeir sem ekki vildu ganga í herinn, maður heyrði aldrei íslensku á götum úti. Múrinn féll nánast fyrirvaralaust og við hlupum furðu lostin út á Potzdamer Platz en síðan hefur allt breyst. Borgin hefur opnast í alla enda og er óviðjafnanleg. Hún er stútfull af fjölbreyttu mannlífi, listasöfnum, leikhúsum, bókabúðum, kaffihúsum, grænmetismörkuðum, almenningsgörðum. Umræða um myndlist, stjórnmál og samfélagsmál er mjög ólík því sem við eigum að venjast. Þegar heim er komið er maður endurnærður en finnur fyrir óræðum söknuði.

 
hopp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband