Vonarskarð

VonarskardVið skruppum uppá öræfi um helgina. Við Sigrún Huld gengum Jökuldalinn (Nýjadal) í Vonarskarð og nutum útsýnis yfir Bárðarbungu, Hágöngur, Trölladyngju og hálendið alltsaman í blíðskaparveðri. Við létum sækja okkur við Dvergöldu eftir langan göngudag. Ég varðaði leiðina GPS punktum en við Sigrún erum að undirbúa 6 daga göngu þar sem gengið verður með Skjálfandafljóti úr Bárðardal að upptökum fljótsins. Við förum um Vonarskarð og þaðan í Nýjadal. Magnað göngusvæði sem sárafáir þekkja. Fyrri hluti gönguleiðarinner er á fyrirhuguðum lónsbotni því eins furðulega og það hljómar þá er enn, í fullri alvöru, verið að tala um að virkja þetta merka fljót við Hrafnabjargarfoss. En við lifum í von um breytt viðhorf.

Skjálfandafljót 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband