Pólitík á góðum degi

 

Við Ómar og Lárus spókuðum okkur í góða veðrinu í dag og spjölluðum við kjósendur. Það var góð stemmning í bænum, spenningur vegna kosninganna en líka léttir vegna þess að nú er loksins komið að þeim. Það skiptir miklu málið að tala við fólk, maður við mann og ég fann það vel hvað fólki finnst Ómar merkilegur maður. Miðað við alla þá sem sögðust ætla að kjósa okkur þá getum við verið vongóð. 

Allir voru í sólskinsskapi, nema þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson. Hann var með starfsbróður sínum Sigurði Kára Kristjánssyni. Ómar heilsaði Össuri kurteislega og glaðlega eins og hans er von að vísa. Við áttum stutt spjall saman en allt í einu hellti Össur sér yfir Ómar með óbótaskömmum fyrir að voga sér að vera í framboði. Ég benti  Össuri á að við byggjum í frjálsu lýðræðissamfélagi þar sem allir hefðu rétt til að bjóða fram.

Össur greip undir handlegginn á Sigurði Kára, leiddi hann með sér í burtu og sagði sposkur á svip; „ég má ekki vera að þessu, við erum í stjórnarmyndunarviðræðum“. Eftir á að hyggja getur vel verið að Össur hafi verið sólskinsskapi allan tímann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband