Ósk Vilhjálmsdóttir
Hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis og stundað kennslu við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Leiðsögustörf á hálendi Íslands frá árinu 1991
Virk í náttúruverndarbaráttu síðan 1997. Stofnaði "Hætta hópinn", sem stóð fyrir tónleikum í Laugardalshöll, og er ein af stofnendum "Framtíðarlandsins", félags sem vill ýta undir sköpunargleði, hugrekki, ábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni. Einn af stofnendum Íslandshreyfingarinnar og situr í bráðabirgðastjórn.
Stofnaði ásamt Ástu Arnardóttur Augnabliksferðir, ferðafélag sem skipulagði gönguferðir í fjögur sumur með um þúsund manns um landið norðan Vatnajökuls sem nú er á lónsbotni.
Hálendisferðir bjóða uppá 1 - 7 daga gönguferðir fyrir unga sem aldna auk hálendisskóla og útivistarnámskeiða.
MENNTUN:
Hochschule der Künste Berlin, 1988-1994
Myndlista- og handíðaskóli Íslands, 1984-1986
Sorbonne, Paris: (Civilisation Française) 1983 -1984
Nám í Leiðsöguskóla Íslands; almenn leiðsögn og fjallaleiðsögn
Meirapróf